Ráðgjöf

Vinnuvistfræði

Ráðgjöf

Ráðgjöf

 

Leiðarvísir líkamans býður upp á ráðgjöf í ýmsu formi

 

  • Fyrirlestrar til vinnustaða, félagasamtaka eða hópa
    • Almenn eða sérsniðin að vinnustaðnum
  • Fyrirlestrar til grunnskóla- eða framhaldsskólanemenda
    • Áhersla á góða líkamsstöðu, líkamsvitund og líkamsbeitingu
  • Úttekt á vinnuaðstæðum og ráðgjöf
    • Hvað má betur fara, ráðgjöf við stillingar á stólum/borðum og hjálpartækjum
  • Fræðsla til íþróttafélaga
    • Forvarnir og ráðgjöf

 

Forvarnir stoðkerfisvandamála eru mikilvægar en veikindafjarvistir starfsmanna geta verið þungur baggi í rekstri fyrirtækja og fjarvistir vegna stoðkerfisvandamála á borð við bak- og höfuðverkja eru meðal algengustu ástæðna veikinda starfsmanna.

 

Til að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál á seinni stigum lífsins er nauðsynlegt að þekkja hvernig fara megi sem best með líkamann en með góðri fræðslu er hægt að seinka eða koma í veg fyrir þörfina á t.d. gerviliðum í hnjám/mjöðmum, draga úr líkum á bakvandamálum og álagsmeiðslum.